Sea Kayak Iceland Symposium

6.-8. maí (Innritun að kvöldi 5. maí)

Vertu hjartanlega velkomin á Sea Kayak Iceland Symposium 2022!

Sjókayakinn býður upp á ótrúleg tækifæri til að læra af sjónum og öllum þeim mismunandi aðstæðum sem við róum í. Markmið okkar er að gefa þér tækifæri til þess að læra af því sem þú munt sjá og upplifa í mismunandi aðstæðum og umhverfi sem verður í boði þessa helgi. Við vonum að þessi upplifun og reynsla geri þig að betri og sjálfstæðari ræðara.

Þriggja daga tækifæri til að öðlast nýja reynslu með frábærum þjálfurum á einu fallegasta róðrasvæði á Íslandi. Hér er einnig kjörið tækifæri til að kynnast öðrum ræðurum, innlendum og erlendum, og deila með þeim þinni reynslu og ævintýrum.

Arnarstapi er þekktur fyrir frábæra strandlengju og fallegt umhverfi í nálægð við Snæfellsjökul.

Boðið verður upp á vandað námskeið sem hjálpar þér að þróa þína róðratækni og bregðast rétt við mismunandi aðstæðum, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin.

Við eyðum deginum á sjó en kvöldunum verður eytt í góðum félagsskap þar sem hlustað verður á frábæra fyrirlestra og skemmt sér.

Rock hopping
Lærðu að hafa stjórn á kayak innan um kletta með því að nota rétta tækni.

Grænlensk róðratækni og veltur
Lærðu hvernig á að nota árina í mismunandi aðstæðum og umhverfi, svo sem í róðri eða veltum.

Surf fyrir sjókayaka
Surfið er frábært umhverfi fyrir sjókayakræðara til að bæta færni sína og frábær skemmtun! Tækifæri fyrir surf fer þó eftir aðstæðum hverju sinni.

Róður undir leiðsögn á nýjar slóðir (day paddle)
Róður undir leiðsögn þar sem hellar og falleg strandlengja verða könnuð. Þetta er kjörið tækifæri til þess að skora á sjálfan sig og stíga út fyrir þægindaramman í öruggum aðstæðum.

Þjálfarar

Guðni Páll

Anula Jochym

John Carmody

Simon Osborne

Gennifer Gatan

Fyrirlesarar

Fylkir Sævarsson
Róður með Freya Hoffmeister í Mexíkó

Anula Jochym
Mare Clausum – Solo circumnavigation around Sicily

Sea Kayak Iceland Symposium – Upplýsingar um skráningu

Skráning á info@seakayakiceland.is

TAKMARKAÐ MAGN ÞÁTTTAKENDA

Staðfestingargjaldið er 20% af heildargjaldi og er óendurkræft nema að viðburður falli niður.
Fullt gjald verður að greiðast viku fyrir viðburð og fæst ekki endurgreitt eftir það nema viðburður falli niður.  

Pakki I - Smáhýsi
kr.75000á mann

Innifalið í verði: gisting í þrjár nætur með morgunverði, nesti á sjó, þriggja daga námskeið og fyrirlestrar.
(Öll herbergi eru tveggja manna)

Pakki II - Hótelherbergi
kr.67500á mann

Innifalið í verði: gisting í þrjár nætur með morgunverði, nesti á sjó, þriggja daga námskeið og fyrirlestrar.
(Öll herbergi eru tveggja manna)

Pakki III - Tjaldsvæði
kr.44000á mann

Innifalið í verði: þriggja daga námskeið og fyrirlestrar.

Three day course and a lecture. Three day course and a lecture

BÁTALEIGA: 5000 KR. PR. DAG